HERBERGIN

Þægileg og vel útbúin.

SUPERIOR STANDARD

Superior Standard herbergin eru staðsett í nýju álmu hótelsins og bjóða upp á fullkomin þægindi í fallegu umhverfi. Öll herbergin eru innréttuð með nútímalegum hætti og búin rúmgóðum king-size tvíbreiðum rúmum, sem tryggja afslappandi svefn.

SUPERIOR DELUXE

Superior Deluxe herbergin eru staðsett í nýju álmunni, öll herbergin eru innréttuð með nútímalegum hætti og búin rúmgóðum tvíbreiðum rúmum (king-size), sem tryggja afslappandi svefn. Herbergin eru auk þess stærri og rýmri. 

Mögulegt er að bæta við samanbrotnu rúmi gegn gjaldi fyrir þriðja gestinn. Óska skal sérstaklega eftir því þegar herbergi er bókað.

DELUXE HERBERGI

Deluxe herbergin eru staðsett í gömlu álmunni og eru bæði stærri og betur útbúin en standard herbergin. Í herbergjunum eru tvíbreið rúm, ýmist queen-size eða king-size, en mögulegt er að bæta við samanbrotnu rúmi gegn gjaldi fyrir þriðja gestinn. Óska skal sérstaklega eftir því þegar herbergi er bókað. Baðkar má finna í öllum Deluxe herbergjum nema einu.

MINNI SVÍTUR

Á hótelinu má finna þrjár minni svítur. Ein þeirra er staðsett í gömlu álmunni og samanstendur af svefnherbergi og stofu auk baðherbergis. Hinar tvær eru í nýju álmunni og þar eru svefnaðstaða og stofa í sama rými. Tvíbreitt rúm er í öllum svítum, en mögulegt er að bæta við tveimur samanbrotnum rúmum gegn gjaldi og verður þá svefnpláss fyrir fjóra gesti í svítunni. Óska skal sérstaklega eftir því þegar herbergi er bókað. Athugið að ekki er hægt að óska sérstaklega eftir svítu í gömlu eða nýju álmunni.

SÚÐARHERBERGI

Súðarherbergin, sem staðsett eru í gömlu álmunni, eru þau minnstu sem í boði eru. Þessi notalegu tveggja manna herbergi eru undir súð og í þeim eru tvíbreið rúm (queen-size).

STANDARD HERBERGI

Standard herbergin eru rúmgóð tveggja manna herbergi, staðsett í gömlu álmunni. Í herbergjunum eru tvö aðskilin rúm sem hægt er að setja saman sé þess óskað. Hvert herbergi er ýmist búið sturtu eða baðkari.

FJÖLSKYLDUHERBERGI

Fjölskylduherbergið er í nýju álmunni og þar má finna tvö aðskilin svefnherbergi, hvort um sig með baðherbergi. Tvíbreið rúm eru í fjölskylduherberginu (queen-size og king-size).

MASTER SVÍTAN

Stærsta svítan, hönnuð til að skapa ógleymanlega upplifun. Rúmgott svefnherbergi með king-size rúmi, þægileg og notaleg stofa, frístandandi baðkar, fágað og afslappandi andrúmsloft. Auk þess býður hún upp á besta útsýni hótelsins, í átt til fjalla, að jöklinum, hafinu og Búðakirkju.

Mögulegt er að bæta við tveimur samanbrotnum rúmum gegn gjaldi og verður þá svefnpláss fyrir fjóra gesti í svítunni. Óska skal sérstaklega eftir því þegar herbergi er bókað.

UM HERBERGIN

Á Hótel Búðum eru 49 herbergi, þar af ein master svíta, þrjár svítur, þrjú fjölskylduherbergi, fjögur superior deluxe herbergi, sjö deluxe herbergi, sextán superior standard herbergi, átta standard herbergi og sjö súðarherbergi.

Öll herbergin eru tveggja manna, en í völdum herbergjum er hægt að bæta við gistiplássi fyrir fleiri. Mögulegt er að bóka öll herbergin sem einstaklingsherbergi sé þess óskað.

Verð eru breytileg eftir árstíma og þeim fjölda herbergja sem bókaður er.