
DELUXE HERBERGI
Deluxe herbergin eru staðsett í gömlu álmunni og eru bæði stærri og betur útbúin en standard herbergin. Í herbergjunum eru tvíbreið rúm, ýmist queen-size eða king-size, en mögulegt er að bæta við samanbrotnu rúmi gegn gjaldi fyrir þriðja gestinn. Óska skal sérstaklega eftir því þegar herbergi er bókað. Baðkar má finna í öllum Deluxe herbergjum nema einu.