Afþreying

Gerðu dvölina á Hótel Búðum enn eftirminnilegri.

Skoðaðu þá fjölbreyttu afþreyingu sem í boði er og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna dag á Snæfellsnesi.

Sjálfbært Snæfellsnes

Snæfellsnes var fyrsta svæðið í Evrópu til að hljóta svokallaða EarthCheck umhverfisvottun, en hún er veitt þeim sem standast fyrirfram ákveðnar kröfur. Vottunin byggir á faglegum grunni og er afrakstur samstarfs á milli áströlsku ferðaþjónustunnar, stjórnvalda og háskólasamfélagsins. Rannsóknarmiðstöð EarthCheck er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og markmið hennar er að stuðla að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Snæfellsnes var einnig valið á lista samtakanna Green Destinations yfir 100 sjálfbær svæði í ferðaþjónustu árin 2014 og 2008. Þá var Snæfellsnes eitt fyrsta svæði Evrópu til að hljóta vottun um sjálfbæra þróun frá Green Globe, sem er alþjóðlegt matskerfi fyrir sjálbæra ferðaþjónustu.

Norðurljósin

Ef heppnin er með þér, þá eru Búðir á Snæfellsnesi einstakur staður til að upplifa norðurljósin frá september til apríl. Í myrkri vetrarnætur er hótelið tilvalinn staður til að njóta norðurljósanna án ljósmengunar. Kyrrðin og einangrunin skapa einstakt andrúmsloft, þar sem ljósadýrð himinsins dansar yfir fjöllum, hraunum, sandströndum og hinum eina sanna Snæfellsjökli. Á Búðum og svæðinu í kring færðu tækifæri til að sjá norðurljósin í sinni náttúrulegustu mynd.

Bátsferðir um Breiðafjörð

SÆFERÐIR í Stykkishólmi bjóða upp á margs konar skoðunarferðir um Breiðafjörð, auk áætlunarferða til Flateyjar. Breiðafjörður er ein af náttúruperlum Íslands, þekktur fyrir óteljandi eyjar, einstaka náttúru og fjölskrúðugt fuglalíf. Gaman er að eyða degi í Flatey, þar sem er eins og tíminn hafi staðið í stað síðustu hundrað árin. Þá er kjörið að nota tækifærið og skoða Stykkishólm, þar sem metnaður íbúa í viðhaldi gamalla húsa gerir það að verkum að bærinn verður eins og lifandi safn. Í Stykkishólmi er einnig fjöldi góðra veitingahúsa og safna sem vert að heimsækja.

Ævintýraferðir á Snæfellsjökul

Summit Guides sérhæfa sig í ferðum á Snæfellsjökul, svo sem gönguferðir á jökulinn, snjósleða- og skíðaferðir. Fyrirtækið sér einnig um skipulagðar ferðir í Vatnshelli, hraunhelli í suðurhlíðum Purkhólahrauns sem talinn er vera á bilinu 5–8 þúsund ára gamall. Í hellinum er hátt til lofts og vítt til veggja, en hann er um 200 metra langur. Vatnshellir hefur verið gerður aðgengilegur með hringstiga en umferð um hellinn er aðeins leyfð með leiðsögn. Þú finnur frekari upplýsingar á vefsíðu Summit Guides og hjá starfsfólki okkar.

Renndu fyrir fisk

Vatnasvæði Lýsu og Vatnsholtsár í Lýsuvatnakerfinu er vinsælt meðal stangveiðimanna. Áin Lýsa, Torfavatn, Reyðarvatn, Lýsuvatn, Hóp og Vatnsholtsá tilheyra þessu skemmtilega veiðisvæði. 10 stangir eru leyfðar í senn á svæðinu og gilda í öll vötn. Veiðitímabilin eru tvö; frá 1. apríl til 30 júní (silungur) og 1. júlí til 20. september (silungur og lax). Áður fyrr var töluvert um sjóbirting og lax á svæðinu, en það er orðið sjaldgæfara í dag. Athygli er vakin á því að veiði í Hópi er bönnuð.

Hvalaskoðun

Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna. Um tuttugu tegundir hvala þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar. Láki Tours er hvalaskoðunarfyrirtæki í Ólafsvík sem sér um skipulagðar ferðir allt árið um kring. Hvergi á landinu eru betri möguleikar á því að sjá þessar mögnuðu skepnur en á Snæfellsnesinu.  

Hestaferðir

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Nokkrar hestaleigur eru á Snæfellsnesinu þar sem hægt er að velja ferðir við allra hæfi og er það kjörin leið til að skoða svæðið. Bæði Stóri-Kambur og Lýsuhóll bjóða upp á hestaferðir um fallegustu reiðleiðir landsins. Í boði eru bæði stuttar og langar ferðir og best að bóka fyrirfram.

Söfn

Það eru fjölmörg áhugaverð söfn á Snæfellsnesi, þar af nokkur í Stykkishólmi. Á Vatnasafninu má skoða magnað verk eftir bandarísku listakonuna Roni Horn. Einnig ber að nefna Norska húsið, sem er byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, starfrækt í einu af elstu tveggja hæða timburhúsum landsins.

Í nágrenni Stykkishólms má síðan finna Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn, þar sem gestir fræðast um Grænlandshákarlinn og geta bragðað á gómsætum hákarlaréttum sem framreiddir eru á veitingastað safnsins.

Kirkjufell

Kirkjufell í Grundarfirði er eitt mest ljósmyndaða fjall Íslands, þekkt fyrir sína einstöku keilulaga lögun og óviðjafnanlegt útsýni. Fjallið er vinsælt meðal ferðamanna og ljósmyndara, sérstaklega þegar norðurljósin dansa yfir því eða á sumrin þegar fossa- og gróðurlendi umkringja það. Kirkjufell er aðeins um 30 mínútna akstur frá Hótel Búðum, sem gerir það auðvelt að heimsækja frá hótelinu. Nálægðin við þetta náttúruundraverk gefur gestum Búða tækifæri til að skoða það í dagsferðum, áður en þeir snúa aftur í friðsæla kyrrð Búða.