Brúðkaup

Fagnaðu stóra deginum í einstöku umhverfi.

Rómantískt umhverfið á Hótel Búðum er fullkomið fyrir brúðkaup. Fögur og fjölbreytileg náttúran er allt um kring, Búðakirkja bíður í túnfætinum og í eldhúsinu eru töfraðar fram kræsingar úr gæðahráefni úr sveitinni.

Við leggjum okkur fram við að gera daginn ykkar ánægjulegan og ógleymanlegan.  

Stórbrotið og einstakt umhverfi

Gyllt ströndin, svört hraunbreiðan og sjálfur Snæfellsjökull eru mikilfenglegur bakgrunnur fyrir stóra daginn og í nokkurra metra fjarlægð er sjálf Búðakirkja. Athöfnin sjálf getur farið fram í kirkjunni, á ströndinni, úti í hrauni eða við rætur jökulsins, svo eitthvað sé nefnt.  

Kirkjuna er hægt að bóka hjá sóknarprestinum í síma 435 6729. Hann getur bæði bókað fyrir ykkur kirkjuna og séð um athöfnina ef þess er óskað. Kirkjan tekur allt að 70 manns í sæti.

Óskir ykkar eru í fyrirrúmi

Einnig er möguleiki á annars konar athöfn, þá úti við eða inni á hótelinu. Þeir möguleikar eru skoðaðir sérstaklega eftir óskum og veðri.

Þar sem okkar markmið er að uppfylla óskir gestanna, þá reynum við eftir fremsta megni að aðlaga mat og vín að smekk hvers og eins. Endilega látið okkur vita af öllum séróskum og við gerum okkar besta til að mæta þeim.

Myndir af brúðkaupum á vefsíðunni okkar eru birtar með góðfúslegu leyfi eftirfarandi: Nordica Photography, Savannah Chandler Photography og Iris and Light