
MASTER SVÍTAN
Stærsta svítan, hönnuð til að skapa ógleymanlega upplifun.
Rúmgott svefnherbergi með king-size rúmi, þægileg og notaleg stofa, frístandandi baðkar, fágað og afslappandi andrúmsloft. Auk þess býður hún upp á besta útsýni hótelsins, í átt til fjalla, að jöklinum, hafinu og Búðakirkju.
Svíta þessi er fullkomin fyrir þá sem leita að rými til að slaka á og njóta til fullnustu í friðsælu umhverfi.
Í stóru svítunni er eitt tvíbreitt rúm, en mögulegt er að bæta við tveimur samanbrotnum rúmum gegn gjaldi og verður þá svefnpláss fyrir fjóra gesti í svítunni. Óska skal sérstaklega eftir því þegar herbergi er bókað.