SÆLKERAMATUR Í FALLEGU UMHVERFI

Maturinn á Búðum hefur lengst af verið eitt helsta aðdráttarafl staðarins sem er lofaður fyrir einstaka fiskrétti, lambakjötsrétti, óviðjafnanlega forrétti og ógleymanlega eftirrétti. Við leggjum áherslu á ferskasta hráefni sem býðst hverju sinni og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við bændur og sjómenn í nágrenninu. Við notum eins mikið að fersku grænmeti og ávöxtum frá Íslandi og mögulegt er á hverri árstíð.

Ferskt hráefni úr nærumhverfinu er uppistaðan í matseðlinum okkar. Salat, jurtir og ætileg blóm koma frá Lágafelli, kartöflur frá Hraunsmúla, kálfakjöt frá Stakkhamri, skyr og ostar frá Erpsstöðum, nýveiddur fiskur kemur síðan frá nálægum bæjum.  

Veitingastaðurinn var á sínum tíma frumkvöðull á Íslandi í þeirri matargerð sem tengist „New Nordic Cuisine“ þar sem ferskt íslenskt gæðahráefni er í aðalhlutverki og leggjum við metnað okkar við að viðhalda þeirri hefð sem er haft að leiðarljósi á veitingastaðnum.

 

 

„Ferskt hráefni úr nærumhverfinu er uppistaðan í matseðlinum okkar en við leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við bændur og sjómenn í nágrenninu.“ 

 

 

 

 


Hótelið sjálft og veitingastaðurinn er innréttaður þannig að andrúmsloftið sé í senn heimilislegt og notalegt þar sem starfsfólk okkar veitir þér fyrsta flokks þjónustu. Við færum þér lystisemdir íslenskrar matargerðar í formi upplifunar sem er órjúfanleg staðnum. Við notum eingöngu ferskt íslenskt hráefni í hæsta gæðaflokki með áherslu á fisk og lambakjöt.

Þetta er umgjörðin utan um ógleymanlega máltíð á Búðum. Það skyldi heldur engan undra þegar einn helsti matgæðingur Íslands sagði að að á Búðum væri „Mekka íslenskrar matargerðar“.


Það skyldi heldur engan undra þegar einn helsti matgæðingur Íslands sagði að að á Búðum væri „Mekka íslenskrar matargerðar“.

 

BARINN OG MÓTTAKAN

Á fyrstu hæð er móttakan og bar þar sem hægt er að njóta ýmiss konar drykkja og léttra veitinga. Í suðurhluta hótelsins er setustofa þar sem mikilfenglegt útsýni blasir við; fjöllin í austri, fjaran þakin hinum sérstæða gyllta sandi og hafð í suðri eins langt og augað eygir.

 Við stærum okkur af því að vera með mesta úrval af viský og koníaki á landinu en að auki bjóðum við upp á gott úrval af léttvíni, líkjörum og bjór hvaðanæva að úr heiminum. 

 

 
 
The Bar Area
 


„ ... mikilfenglegt útsýni blasir við; fjöllin í austri, fjaran þakin hinum sérstæða gyllta sandi og hafið í suðri eins langt og augað eygir.“