HERBERGIN OG SVÍTAN
___

Það eru 28 tveggja manna herbergi á hótelinu, þar af ein svíta, níu "deluxe" herbergi, tíu "standard twin" herbergi og átta ""queen" loftherbergi. Þau eru öll útbúin helstu nútímaþægindum eins og síma, hárþurrku, sjónvarpi og með frítt háhraða internet. Fallegt útsýni er úr öllum herberjum ýmist í áttina að Snæfellsjökli, Búðahrauni, Búðakirkju, fjöllunum í austri eða hafinu og fjörunni í suðri. Mögulegt er að gera öll herbergin að einstaklingsherbergi ef þess er óskað. 

 

Súðarherbergi

Súðaherbergin eru rúm, notaleg og þægileg með fallegu útsýni af umhverfinu. Öll herbergin eru með tvíbreiðum rúmum (queen size) og baðherbergi með sturtu. Hægt er að bóka herbergin sem einstaklingsherbergi.  
 

Deluxe herbergi

Öll deluxe herbergin eru rúmgóð með útsýni ýmist í attina að jöklinum, sjónum, fjöllunum eða Búðahrauni og Búðakirkju. Þessi herbergi eru stærri en standard herbergin með tvíbreiðu rúmi (queen- eða king size rúm). Hægt er að bóka þau sem einstaklingsherbergi sé þess óskað.

Standard herbergi

Standard herbergin eru rúmgóð og eru staðsett á fyrstu og annarri hæð með fallegu útsýni ýmist í áttina að fjöllunum, jöklinum, hafinu eða Búðakirkju. Öll herbergin eru með tvö aðskilin rúm sem hægt er að setja saman sé þess óskað. Baðherbergi með sturtu er inni á öllum herbergjum.
 

svítan

Svítan er rúmgóð og fallega innréttuð. Hún samanstendur af tveimur samtengdum herbergjum; stofu og svefnherbergi auk þess er baðherbergi í svítunni með baðkari og sturtu. Stofan er fallega innréttuð með sófa, sófaborði, hægindastólum og bókaskáp. Í svefnherberginu er hjónarúm. Útsýni er í átt að jöklinum, Búðahrauni og Búðakirkju.


um herbergin

  • Það eru 28 tveggja manna herbergi á hótelinu, þar af 1 svíta, 9 deluxe herbergi, 10 standard twin herbergi og 8 queen loftherbergi.
  • Öll herbergi eru með sturtu og/eða baðkari, sjónvarpi, DVD-spilara, síma, þráðlausu neti og hárþurrku.
  • Mögulegt er að gera öll herbergin að einstaklingsherbergi ef þess er óskað.
  • Verðin eru breytileg eftir árstíma og þeim fjölda herbergja sem bókaður er.