KJÖRINN STAÐUR TIL FUNDA OG RÁÐSTEFNUHALDS

 

Fundaherbergi og önnur aðstaða

Það getur reynst mjög árangursríkt og skapandi að komast frá skarkala hversdagsins til að halda vinnufundi eða ráðstefnur. Á hótelinu eru bæði fundarsalir og önnur rými til funda- og ráðstefnuhalds. Tæknibúnaður er allur til staðar, s.s. myndvarpi, hljóðkerfi, skjávarpi, tússtöflur o.fl. Hótelið er vel til þess fallið að þjappa saman öflugum starfsmannahópi. Einnig getum við aðstoðað við að skipuleggja hvataferðir í nágrenninu.

Funda- og ráðstefnurými á hótelinu ýmiss konar og hættu því að henta flestum.  Þau eru eftirfarandi:

80–100 manna vinnuaðstaða í skiptum hópum
40 manna funda- eða ráðstefnusalur
80 vinnuaðstaða í matsal
Öll tæki á staðnum; net, skjávarpi, sjónvarp og sími

 

 
 
 

 

ÁRSHÁTÍÐIR OG AÐRIR MANNFAGNAÐIR

Árshátíðir fyrirtækja eða vinahópa á Hótel Búðum eru ákjósanlegur valkostur þar sem skemmtun, þægindi og góð þjónusta fer saman í fallegu umhverfi og er hægt að leigja allt hótelið ef svo ber undir. Hægt er að gera viðburðinn sérstakan með því að blanda saman viðburðum af svæðinu við það sem hótelið býður upp á.
Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að gera daginn/helgina sem ánægjulegasta.

Móttökusvæðið og Barinn

Tekur um 120 manns í standandi boð og er oft notað fyrir móttökur og kokteilboð. Ef veður leyfir er einnig mögulegt að hafa boðið utandyra. Auk þess er mögulegt að nota svæðið undir dansleik og skemmtun eftir matinn. 

matur og vín

Þar sem okkar markmið er að uppfylla óskir gestanna þá reynum við eftir fremsta megni að aðlaga mat og vín að smekk hvers og eins. Endilega látið okkur vita af öllum séróskum og við gerum okkar besta til að allir séu ánægðir.

 

Vinsamlegast hafið samband í síma 435-6700 til að skipuleggja og bóka eða sendið fyrirspurn á budir@budir.is