BRÚÐKAUP
___

 

Brúðkaup eru okkur sérstaklega hugleikin. Við leggjum okkur fram um að gera daginn ykkar ánægjulegan og eftirminnilegan.  

 

 

©Savannah Chandler Photography

©Savannah Chandler Photography

Lima03.jpg
 

 

Hótelið sjálft, aðbúnaður og sú náttúrufegurð sem blasir við hvert sem litið er gerir það að verkum að Hótel Búðir eru einstaklega rómantískur staður. 

 

 

Brúðkaup Julie og Chris

Það var vetur og snjór yfir öllu. Í gegnum þunna snjóbreiðuna mátti sjá glitta í græna mosabreiðuna. Létt golan lék um brúðkaupshjónin. Athöfnin fór fram á Snæfellsnesinu; í litlu svörtu kirkjunni og þau dvöldu á Hótel Búðum. Irish & Light sáu um að fanga minningarnar.

— Irish & Light

Myndband:  Iris and Light www.irisandlight.com


© Savannah Chandler Photography

© Savannah Chandler Photography

stórbrotinn og einstakur bakgrunnur

Gyllt ströndin, svört hraunbreiðan og sjálfur Snæfellsjökull eru bakgrunnurinn fyrir daginn ykkar og í nokkurra metra fjarlægð er sjálf Búðakirkja.  Athöfnin sjálf getur átt sér stað í kirkjunni, á ströndinni, úti í hrauni eða við rætur jökulsins svo eitthvað sé nefnt.  

Kirkjuna er hægt að bóka hjá sóknarprestinum í síma 435 6729. Hann getur bæði bókað fyrir ykkur kirkjuna og séð um athöfnina ef þess er óskað. Kirkjan tekur allt að 70 manns í sæti.

Einnig er möguleiki á annars konar athöfn, þá úti við eða inni á hótelinu, þeir möguleikar eru skoðaðir sérstaklega eftir óskum og veðri.

Þar sem okkar markmið er að uppfylla óskir gestanna, þá reynum við eftir fremsta megni að aðlaga mat og vín að smekk hvers og eins. Endilega látið okkur vita af öllum séróskum og við gerum okkar til að allir séu ánægðir.

 

© Savannah Chandler Photography

© Savannah Chandler Photography

óskirYkkar eru í fyrirrúmi

Móttakan er sniðin að óskum hvers og eins, hvort sem um ræðir kampavín, freyðivín eða aðrir drykkir, einnig er hægt að panta forrétti eða snittur.

Skreytingar eru eftir óskum hvers og eins, ef þess er óskað þá er salurinn, móttakan eða önnur svæði skreytt eftir óskum brúðhjónanna. Við getum séð um að útvega það sem til þarf. Verð á skreytingum er breytilegt og fer eftir árstíma og framboði.

Ljósmyndara, hárgreiðslumeistara og blómaskreyti getum við bókað ef þess er óskað.

Allur matur og vín er keypt af Hótel Búðum og er verðið samkvæmt matseðli eða samkomulagi.

 

Endilega hafið samband við okkur til að fá nánari upplýsingar með því að hringja í síma 435 6700 eða sendið okkur tölvupóst á budir@budir.is.

 

 

Myndir af brúðkaupum á vefsíðunni okkar eru birtar með góðfúslegu leyfi eftirfarandi: