FJÖLBREYTT AFÞREYING Í BOÐI

 

Á Snæfellsnesi eru ýmsir mögulleikar í afþreyingu í boði og við allra hæfi. Það er af mörgu að taka; skipulagðar ferðir, útsýnisflug með þyrlu, hestaferðir, gönguferðir, sjóferðir, stangveiði, golf, ferðir með rútu eða safari-ferðir í breyttum jeppum. Möguleikarnir eru í raun óendanlegir, allt eftir hugmyndum þínum og væntingum. Starfsfólk Hótel Búða býr yfir viðamikilli reynslu og þekkingu og aðstoðar fúslega við að skipuleggja ýmiss konar afþreyingu. Við leggjum mikinn metnað í að upplifun þín verði sem ánægjulegust meðan á dvöl stendur.

 

SNÆFELLSNES – UMHVERFISVOTTAÐ SVÆÐI

Snæfellsnes var fyrsta svæðið í Evrópu til að hljóta EarthCheck umhverfisvottun sem er EarthCheck sem veitir þeim umhverfisvottun sem standast fyrirfram ákveðnar kröfur. Samtökin byggja á sterkum faglegum grunni og eru þróuð af fyrirtæki í eigu áströlsku ferðaþjónustunnar, ástralska ríkisins og háskóla. Um er að ræða stærstu rannsóknamiðstöð ferðamála í heiminum og markmið hennar er að stuðla að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Snæfellsnes hefur einnig verið valið á topp 100 lista yfir sjálfbær svæði í ferðaþjónustu árið 2014 og 2008. Snæfellsnes var einnig eitt hið fyrsta í Evrópu til að hlóta vottorð um sjálfbæra þróun frá  Green Globe, sem er alþjóðlegt matskerfi fyrir sjálbæra ferðaþjónustu.

 

GO WEST – UMHVERFISVÆN FERÐAÞJÓNUSTA

Ferðaþjónustufyrirtækið GO WEST bjóða upp margvíslega útivistarmöguleika með það að leiðarljósi að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu með hag náttúrunnar og umhverfisins að leiðarljósi. Þannig eru allar ferðir á þeirra vegum umhverfisvænar; ferðast er um svæðið með það í forgangi að raska ekki og bera virðingu fyrir náttúrunni, menningu og öllu umhverfi. Markmiðið er að lágmarka öll áhrif af mannavöldum á umhverfið um leið og upplifun gesta af íslenskri náttúru og menningu er hámörkuð. GO WEST býður upp á fjölbreytt úrval af ýmiss konar dagsferðum auk þess sem leitast er við að koma til móts við óskir gesta um sérhæfðar ferðir.

 

 

 

SKOÐUNARFERÐIR MEÐ SÆFERÐUM

SÆFERÐIR í Stykkishólmi bjóða upp á margskonar skoðunarferðir um Breiðaförðinn ásamt því að vera með áætlunarferðir til Flateyjar. Breiðafjörður er ein af náttúruperlum Íslands og er þekktur fyrir óteljandi eyjar, einstaka náttúru og fjölbreytt fuglalíf. Þá er einig áhugavert að eyða degi í Flatey þar sem er líkt og tíminn hafi staðið í stað síðustu hundrað árin. Það er kjörið að nota tækifærið og skoða Stykkishólm þar sem metnaður íbúa í viðhaldi gamalla húsa bæjarins gefur bænum fallegt yfirbragð auk þess sem bærinn verður eins og lifandi safn. Þar eru einnig góðir veitingastaðir og söfn sem vert að heimsækja.

 

ÆVINTÝRAFERÐIR MEÐ SUMMIT ADVENTURE GUIDES Á SNÆFELLSJÖKUL

Summit guides sérhæfir sig í allskyns ferðum á Snæfellsjökul og má þar nefna gönguferðir á jökulinn, fatbike-ferðir, snjósleðaferðir og skíðaferðir svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sjá einnig um skipulagðar ferðir í Vatnshelli, hraunhelli í suðurhlíðum Purkhólahrauns. Hellirinn er talinn vera um 5-8000 ára gamall, er um 200 m langur auk þess sem þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hellirinn hefur verið gerður aðgengilegur með hringstiga en umferð um hann er aðeins leyfð með leiðsögn. Þú getur fundið frekari upplýsingar á vefsíðunni þeirra eða leitað aðstoðar hjá starfsfólki okkar.

 

STANGVEIÐI Á SNÆFELLSNESI OG Í NÆSTA NÁGRENNI

VeidiBudir.jpg

Vatnasvæði Lýsu og Vatnsholtsár (Lýsuvatnakerfið) er nafntogað veiðisvæði stangveiðimanna. Áin Lýsa, Torfavatn, Reyðarvatn, Lýsuvatn, Hóp og Vatnsholtsá tilheyra þessu skemmtilega veiðisvæði. 10 stangir eru í senn á svæðinu og gilda í öll vötn. Veiðitímabilin eru tvö; frá 1. apríl til 30 júní (silungur) og 1. júlí til 20. september (silungur og lax). Áður fyrr voru menn að fá sjóbirting og lax á svæðinu þótt það sé orðið sjaldgæfara í dag. Allt að 19 punda silungur hefur veiðst á sæðinu og laxinn frá hálfu til 4 kílógrömm.
Vatnsholtsá gaf rúmlega 300 laxa árið 1979. Veiði í Hóp er bönnuð.

 

 

HVALASKOÐUN

Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.Um tuttugu tegundir hvala
þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar.
Láki Tours er hvalaskoðunarfyrirtæki í Grundafirði sem sér um skipulagðar ferðir allt árið um kring. Hvergi á landinu eru betri möguleikar á því að sjá þessar mögnuðu skepnur en á Snæfellsnesinu.  

 

HESTAFERÐIR

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks
farskjóti. Nokkrar hestaleigur eru á Snæfellsnesinu þar sem hægt er að velja ferðir við allra hæfi og er kjörin leið til að skoða svæðið með þessum hætti. Bæði Stóri Kambur og Lýsuhóll bjóða upp á hestaferðir um fallegust reiðleiðir sem fyrirfinnast á landinu. Boðið er upp á ferðir við allra hæfi bæði stuttar og langar og er best að bóka fyrirfram.