FERÐALAGIÐ

Hótel Búðir er staðsett á suðvestur hluta Snæfelsness og er í 178 km fjarlægð frá Reykjavík. Aksturstími er því einungis tvær klukkustundir á hótelið þar sem þú getur notið góðs matars, fagur umhverfis og alls þess sem næsta nágrenni bíður upp á. 


akstursleiðbeiningar

Veitingastaður og Bar - opnunartímar

Morgunverður:  8:00  – 10:00
Hádegismatur:  11.30 – 14.00
Kvöldverður:     18.00 – 22.00
Bar:                  11.00 – 01.00      

Ekið er frá Reykjavík til Borgarness (þjóðvegur nr. 1). Á leiðinni ferðu um Hvalfjarðargöng og er gjaldið í dag 800 kr. fyrir venjulega fjölskyldubifreið. Ekið er í gegnum Borgarnes og áfram vestur, til vinstri úr hringtorgi við verslun Húsasmiðjunnar. Ekið er um þjóðveg nr. 54 í átt að Stykkishólmi. Við verslun N1 við Vegamót er haldið áfram út og vestur nesið.

Þegar komið er að Fróðárheiði er beygt til vinstri og ekið eftir þjóðvegi nr. 574 í átt að Arnarstapa. Skammt eftir þá beygju er afleggjarinn að Búðum á vinstri hönd.

Með þyrlu eða rútu til Búða:

Starfsfólk Búða er þér innan handar með skipulagningu ferða upp á Búðir hvernig sem þú kýst að koma m.a. með þyrlu eða rútu. Hafðu samband og leitaðu frekari upplýsinga.

Akið varlega, góða ferð.

 

Nafn *
Nafn

Sendu okkur skilaboð í tölvupósti á budir@budir.is eða með því að fylla formið út hér til hliðar ef þig vantar frekari upplýsingar.